23.8.2013 | 10:14
Eggert Gilfer: Besti skákmađur Íslands í 20 ár
Varđ 9 sinnum Íslandsmeistari!
Fálkinn, 8. apríl 1960:
24. mars síđastliđinn lézt hér í bć hinn kunni skákmeistari og tónlistarmađur Eggert Gilfer, 68 ára ađ aldri. Ţeir brćđur Eggert og Ţórarinn Guđmundsson munu einna fyrstir Íslendinga hafa lokiđ prófi frá tónlistarháskóla, en ţađ var 1913, sem Eggert lauk prófi viđ tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn međ orgelleik sem ađalprófgrein.
En ţótt hann hafi alla ćfi veriđ starfandi tónlistarmađur mun nafn hans enn kunnara međ ţjóđinni sem brautryđjanda í skáklistinni um hálfrar aldar skeiđ. Ţađ má segja, ađ Eggert Gilfer hafi veriđ frumherji skáklistar 20. aldarinnar á íslandi.
Ţađ munu fáir skákmenn hafa teflt svo mikiđ, vel og lengi sem Eggert Gilfer ţótt víđa sé leitađ. Segja má, ađ líf hans hafi veriđ helgađ skáklistinni.
Hann varđ níu sinnum skákmeistari Íslands og bar í rauninni ćgishjálm yfir ađra skákmenn landsins um 20 ára skeiđ og var jafnoki hinna beztu í önnur 20 ár.
Eggert Gilfer var sérstćđur persónuleiki, kurteis međ afbrigđum og mátti í engu vamm sitt vita. Hans verđur lengi minnzt sem eins helzta frumherja skáklistarinnar hér á landi og sem hins bezta drengs.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.