23.8.2013 | 09:57
Greco og Gelfand: Ólíkir snillingar
Hér segir frá Greco sem lék listir sínar á 17. öld og hinum ólseiga Gelfand
Uppruni skáklistarinnar er hulinn mistri sögunnar, en flestir hallast ađ ţví ađ vagga skákarinnar hafi veriđ á Indlandi á 5. eđa 6. öld. Sagan geymir nöfn margra meistara ekki síst frá Persíu og löndum araba á öldunum fyrir og eftir áriđ 1000 og ţađ voru arabar sem fćrđu Evrópubúum skákina á miđöldum.
Skák var orđin útbreidd viđ hirđir konunga og fyrirmenna Evrópu á 12. öld, og ţótti ómissandi í hirđsiđabókum ungra ađalsmanna, rétt eins og bogfimi, skáldskapur, skylmingar og ađrar grundvallaríţróttir.
Snemma komu fram á sjónarsviđiđ skákmeistarar, sem ferđuđust um og léku listir sínar fyrir kónga og drottningar, fursta og fyrirfólk.
Skákgyđjan mćtti helst andstöđu í kirkjunnar ranni: einstöku villuráfandi páfi eđa biskup reyndu beinlínis ađ banna skák, enda vćri hún verkfćri djöfulsins. Ţetta voru tímar trúarofstćkis í Evrópu, og kannski ályktuđu ţessir ströngu guđsmenn ađ skákin vćri hćttuleg, ţví hún beinlínis krafđist ţess ađ menn ţjálfuđu hugann og leituđu sífellt ađ svörum.
Lék listir sínar fyrir kónga og keisara
En útbreiđsla skákarinnar varđ ekki stöđvuđ og sífellt fleiri meistarar komu fram á sjónarsviđiđ. Um aldamótin 1600 fćddist á Ítalíu áfrćgasti farandriddari skákgyđjunnar: Gioacchino Greco. Á skammri ćvi lagđi hann Evrópu ađ fótum sér og ritađi nafn sitt gylltu letri í skáksöguna.
Ađeins 19 ára samdi Greco leiđbeiningar í skák og tileinkađi velgjörđarmanni sínum. Hann ferđađist vítt og breitt um Evrópu, međal annars til Bretlands og Frakklands, og var hvarvetna tekiđ međ kostum og kynjum.
Áriđ 1624 lá leiđ Grecos til Spánar, ţar sem hann gjörsigrađi alla skákmeistarana viđ hirđ Filippusar konungs. Á Spáni kynntist Greco ađalsmanni og hélt međ honum til Vestur-Indía. Ţar dó Greco ađeins 34 ára ađ aldri. Hiđ stutta líf hans var ćvintýri líkast skákin fćrđi honum frćgđ og frama, fjársjóđi og ferđalög. Hann arfleiddi Jesúíta-regluna ađ eigum sínum.
Sá mikli jöfur Botvinnik sem ţrisvar varđ heimsmeistari á 20. öld sagđi eitt sinn ađ Greco hefđi veriđ fyrsti atvinnumađurinn í skák. Ugglaust höfđu ýmsir haft skákina ađ lifibrauđi, en Greco nálgađist skákina, einkum byrjanir, međ allt öđrum hćtti en áđur hafđi ţekkst. Hann opnađi dyr nýrra tíma.
Hinn ótrúlegi Gelfand
Gamlir ađdáendur Anands og Kramniks áttu erfitt međ ađ skođa lokastöđuna á minningarmótinu um Mikail Tal í Moskvu, sem fram fór í júní 2013. Ţessir stórbrotnu meistarar urđu í neđstu sćtum: Kramnik vann ekki eina einustu skák og Anand náđi ađeins einum sigri í níu tilraunum.
Voru úrslitin til marks um kynslóđaskipti í skákinni? Aldeilis ekki ţví ţađ var aldursforsetinn Boris Gelfand sem sigrađi, og skaut aftur fyrir sig ungljónunum Carlsen, Caruana, Nakamura og Karjakin (og auđvitađ vesalings Anand og Kramnik).
Boris Gelfand fćddist í Hvíta-Rússlandi hiđ sögufrćga ár 1968 en hefur um árabil búiđ í Ísrael. Hann hefur lengi veriđ međal bestu skákmanna heims. Áriđ 1990, ţegar hann var 22 ára (eins og Carlsen er núna) var Gelfand í ţriđja sćti á stigalista FIDE, á eftir Kasparov og Karpov. Á síđasta ári tefldi Gelfand um heimsmeistaratitilinn viđ Anand. Úrslitin urđu 6-6 en Anand hafđi betur í atskákum.
Frábćr árangur Gelfands upp á síđkastiđ minnir okkur á ađ aldur skiptir ekki máli í skákinni, ekki frekar en kyn, líkamsburđir, ţjóđerni eđa ađrir merkimiđar.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.