21.1.2012 | 16:20
Einn best gleymdi mesti meistari sögunnar
Įriš 1958 settust Lev Polugaevsky og Rashid Gibiatovich Neznmetdinov aš tafli į 28. rśssneska meistaramótinu. Śr varš ein besta skįk sögunnar.
Aš margra įliti er Rashid Gibiatovich Neznmetdinov einn minnst žekkti besti skįkmeistari sögunnar, ef svo mį aš orši komast. Hér er til dęmis fallegur sigur į Mikaeil Tal, žegar sį mikli töframašur stóš į hįtindi ferils sķns.
Hérna mį lesa margt fróšlegt um meistarann, sem ęttašur var frį Kazakstan, af žjóšflokki Tatara. Hann var snemma munašarlaus og feršašist aldrei um lķfiš į fyrsta farrżmi. Hann sigraši Tal, Spassky og Petrosjan, auk annarra minni spįmanna ķ hinum mikla sovéska skįkskóla. Skįkstķll hans var į köflum žannig aš Mikail Tal virtist stöšubarįttumašur.
Rashid Gibiatovich Neznmetdinovlést ķ Kazan 1974,
Athugasemdir
Sęll Hrafn og takk fyrir aš minnast į žennan svotil óžekkta snilling en hann hefur lengi veriš ķ miklu uppįhaldi hjį mér eftir aš ég komst yfir bók eftir hann sjįlfan um bestu skįkir sķnar. Hann var sjįlfur įnęgšastur meš žessa skįk gegn Polugaevsky žó mér finnist margar ašrar hjį honum enn betri. Ég fór einmitt yfir hana į Gošakvöldi fyrr ķ vetur žegar ég hélt fyrirlestur um fórnir. Tal og Neznmetdinov įttu žaš einmitt sameiginlegt aš flestar fórnir žeirra voru svokallašar innsęisfórnir žar sem ekki var hęgt aš reikna til enda hvort žęr stęšust eša ekki. Tölvur eru venjulega ekki hrifnar af žessari tegund fórna en sem betur fer virka žęr oft vel į kolefnisheilana
Bestu kvešjur,
Siguršur Daši
Siguršur Daši Sigfśsson (IP-tala skrįš) 21.1.2012 kl. 17:05
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.