Hverjir eru bestu skákmenn allra tíma? Hér er langţráđ svar viđ brýnni spurningu...

Skop úr safni ESEFátt finnst skákáhugamönnum skemmtilegra en velta fyrir sér hver sé mestur meistari allra tíma. Garry Kasparov á vitanlega stóran og dyggan ađdáendahóp, enda bar hann höfuđ og herđar yfir ađra skákmenn í tvo áratugi og sigrađi á fleiri stórmótum en nokkur annar.

Annar hópur fylgir Bobby Fischer yfir gröf og dauđa, enn ađrir nefna Kúbumanninn geđţekka Capablanca, eđa jafnvel Emanuel Lasker sem lengst allra ríkti sem heimsmeistari, heil 27 ár.

Ég rakst á sérlega áhugaverđan lista á netinu yfir 10 bestu skákmenn allra tíma, ţar sem sitthvađ kemur á óvart og vekur til umhugsunar.

CapablancaValiđ er einkar vel rökstutt, og ţar trónir Jose Raul Capablanca á toppnum. Hann fćddist međ stjarnfrćđilega hćfileika, svo mikiđ er víst, enda lćrđi hann mannganginn fárra ára af ţví ađ horfa á föđur sinn tefla, en nennti sjaldan eđa aldrei ađ líta í frćđirit eđa skákbćkur.

Á 30 ára tímabili, frá 1909 til 1939, vann Capablanca 318 skákir, gerđi 249 jafntefli og tapađi ađeins 34 sinnum, enda gátu liđiđ heilu árin milli tapskáka hans.

Rannsóknir hafa leitt í ljós ađ Capablanca er ađ líkindum nákvćmasti skákmađur allra tíma, ţví ofurtölvur nútímans eru honum yfirleitt sammála. Ţetta kemur heim og saman viđ svar Capablanca ţegar hann var spurđur hversu marga leiki hann reiknađi út: „Einn leik, besta leikinn.“

Gary Kasparov - Skrímsliđ međ ţúsund augunKasparov er númer tvö á ţessum lista. Hann hefur reikningsgetu á viđ hvađa heimilistölvu og er sannarlega höfundur margra glćsilegustu skáka sem tefldar hafa veriđ.

Anthony heitinn Miles, sem sjaldan reiđ feitum hesti frá viđureignum ţeirra, kallađi Kasparov skrímsliđ međ ţúsund augun – óviđjafnanlegur snillingur vćri ţó háttvísari og nákvćmari nafngift.

Mikail Botvinnik hreppir bronsiđ á umrćddumBotvinnik lista, enda varđ hann heimsmeistari í ţrígang, oftar en nokkur annar og óskorađur „skólastjóri“ hins óviđjafnanlega sovéska skákskóla um áratugaskeiđ.

SteinitzNćstur kemur, nokkuđ óvćnt, Wilhelm Steinitz, fyrsti opinberi heimsmeistarinn í skák. Hann var langt á undan sinni samtíđ og breytti varanlega hugmyndum manna um skáklistina, innleiddi ţunga stöđubaráttu í stađ ćvintýramennsku 19. aldar, ţótt hann gćti líka fléttađ af stakri kúnst ţegar ţađ átti viđ.

Hinn fremur umdeildi karakter Alexender Alexander AlekhineAlekhine vermir fimmta sćti listans. Öndvert viđ Capablanca lagđi Alekhine gríđarlega mikiđ á sig til ađ ná árangri, en fáir stóđu honum á sporđi ţegar kom ađ flóknum útreikningum sem  einatt leiddu til glćsilegrar niđurstöđu. Alekhine er í hávegum hafđur hjá Kasparov, og frekari međmćli eru óţörf.

Hér er fyrri hluti listans. Einhverjir hljóta ađ sakna Fischers? Og Laskers? Og á ekki Morphy heima á efsta tindi? Viđ birtum hin fimm nöfnin innan tíđar: Ţar kemur sitthvađ á óvart!


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband