20.1.2012 | 21:27
Laxness og Tal rugla saman reitum: Tveir töframenn láta verkin tala!
Halldór Kiljan Laxness, Nóbelsverðlaunahafi Íslands í bókmenntum, lék fyrsta leikinn fyrir Maikail Tal í fjöltefli í Mír-salnum. Tal, sem fæddur er 9. nóvember 1936 og varð heimsmeistari með sigri á Botvinnik árið 1960, er einn vinsælasti skákmaður heims.
Hann er þekktur undir nafni ,,töframaðurinn frá Riga" og þekkur fyrir flókinn skákstíl sem margir líkja við töfrabrögð.
Tal sigraði á fyrsta Reykjavíkurmótinu með 12,5 vinning af 13 mögulegum, en í MÍR-salnum, varð hann að sjá af fleiri vinningum, hlaut 12 af 16.
Halldór Laxness hefur ekki getið sér orð fyrir skákkunnáttu, en helsti vinur hans og mentor, Erlendur í Unuhúsi, varð einn helsti skákmaður Íslands kringum 1930. Vel fer á því að töframaðurinn Tal og HKL efndu til sameiginlegs skákviðburðar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.