18.1.2012 | 19:26
Einar Þorvaldsson Íslandsmeistari aftur: Erfiðismenn eru góðir í skák!
Alþýðublaðið sagði okkur fréttir af skákmeistara Íslands árið 1940. Hann var Einar Þorvaldsson, sem einnig hafði unnið titilinn 12 árum fyrr. Erfiðismenn eru skákmeistarar, sagði málgagn alþýðunnar, í grein Óla Valdimarssonar:
SKÁKÞINGI ÍSLANDS fyrir árið 1940, er nýlega lokið. Þeir, sem fylgst hafa með þinginu frá upphafi, munu yfirleitt vera sammála um, að sjaldan hafi orðið eins hörð átök um efsta sætið og eínmitt á þessu móti.
Fjórir efstu mennirnir eru löngu landkunnir fyrir afrek sín á skákborðinu og mjög svipaðir að styrkleika, enda mátti lengi vel varla á milli sjá hver sigra mundi.
Í síðustu umferðum tókst Einari Þorvaldssyni, þó að ná forystunni, halda velli og þannig verða skákmeistari Íslands 1940. Kk ½
Sigur Einars á þessu móti er mjög glæsilegur. Af 8 skákum vann hann 5 og gerði þrjú jafntefli = 81,25%. Hann var sá eini, sem engri skák tapaði, allir hinir meistararnir urðu að láta sér það lynda að vera að velli lagðir.
Næstur varð Ásmundur Ásgeirsson með 6 vinninga. 3. Eggert Gilfer með 5½ vinning. 4. Árni Snævarr með 4½ vinning. 5. og 6. Sturla Pétursson og Hafsteinn Gíslason með 3 vinninga hvor. 7.9. Áki Pétursson, Jóhann Snorrason og Sæmundur Ólafsson með 2½ vinning hver.
Núverandi skákmeistari Íslands, Einar Þorvaldsson, er öllum íslenzkum skákmörinum löngu kunnur. Hann var skákmeistari Íslands 1928. síðan hefir hann oft teflt á kappmótum með þeirri útkomu, sém hver meistari er fullsæmdur af.
Sem dæmi má nefna, að á Íslandsþingi 1935 og 1938 fær hann í bæði skipti önnur vérðlaun. Á haustmóti Taflfélags Reykjavíkur 1937 fékk hann önnur
verðlaun. Var skákmeistari Reykjavíkur 1938. Í úrslita- keppninni um Argentínuförina var hann no. 3 og nú árið 1940 Skákmeistari Íslands.
Hann hefir keppt fjórum sinnum sem fulltrúi Íslands á erlendum skákmótum. Í Hamborg 1930, Folkestone 1933, Munchen 1936 og Buenos Aires 1939. Heildarútkoma hans á þessum mótum mun vera kringum 50% og má það teljast
ágæt frammistaða.
Þetta yfirlit gefur talsverða hugmynd um frammistöðu Einars frá því hann byrjaði að tefla opinberlega. Að vísu hefir hann ekki oft verið efstur, en minna má líka gagn gera.
Stíll hans og frammistaða hér heima og erlendis sýnir greinilega, að hann er tvímælalaust mjög sterkur skákmaður og erfiður viðureignar, sennilega einhver öruggasti meistarinn. Þess vegna, Einar Þorvaldsson: Til hamingju með unninn sigurinn.
Í raun og veru er það afar athyglisvert og einkennandi, að flestir beztu skákmenn landsins svo sem Einar Þorvaldsson, Ásmundur Ásgeirsson og Jón Guðmundsson eru allir handverksmenn og eiga ættir sínar að rekja til alþýðunnar.
Þetta mun vera mjög sjaldgæft víðast erlendis, eins og bezt má sjá af því, að á skákmótinu í Buenos Aires í sumar munu þeir þrír hafa verið þeir einu af hátt á annað hundrað keppendum, sem talist gætu til hinnar vinnandi stéttar.
Hafa nú þessir menn, sem vinna erfiðisvinnu, haft beztu aðstöðuna til að ná góðum árangri, sýna framtak sitt, vilja og þrek, eða aðrir af sama bergi
brotnir sem sýnt hafa dugnað sinn og afköst á öðrum vettvangi?
Þess vegna vaknar hjá mér sú spurning: Hvaðan er kjarni íslenzku þjóðarinnar kominn? Er það ekki einmitt frá hinni vinnandi stétt alþýðunni, fólkinu, sem framleiðir verðmætin og byggir landið?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.