16.1.2012 | 14:40
Bestu skákmenn Íslands á 19. öld
Ţorvaldur Jónsson (1837-1916) var trúlega besti skákmađur Íslands á 19. öld. Í hinu merka tímariti, Í uppnámi, bregđur Ţorvaldur merku ljósi á íslenskt skáklíf á ţarsíđustu öld.
Hann var alinn upp í Reykjavík en var lengi lćknir á Ísafirđi.
Viđ grípum niđur í grein Ţorvaldar, ţar sem hann fjallar einkum um skáklífiđ í Reykjavík.
Um áriđ 1850 fór eg ađ fást viđ skák, og kynntist eg helztu skákmönnum í Reykjavík ţar til 1863, ađ eg fluttist hingađ vestur.
Á ţessu tímabili ruddu hinar útlendu skákreglur sér til rúms hjá flestum, og skák var ţá talsvert iđkuđ i Reykjavík, bćđi međal eldri og yngri, einkum stúdenta og skólapilta í húsi föđur mins, Jóns málaflutningsmanns Guđmundssonar, ţar sem margir ţeirra voru daglegir gestir.
Beztir skákmenn í ţá tiđ voru taldir i Reykjavik ţeir brćđur Pétur biskup og Jón yfirdómari Péturssynir og consúl Smith. En beztur allra íslenzkra skákmanna var ađ minni reynzlu Stefán Thórdersen, sá er dó sem prestur i Vestmannaeyjum 1889.
Mjög lítiđ held eg hafi veriđ til af útlendum skákbókum í Reykjavík eđa hér á landi um ţessar mundir. Hinar nýrri skákreglur held eg hafi flutzt hingađ smámsaman međ íslenzkum stúdentum frá Kaupmannahöfn, og held eg mig hafa átt talsverđan ţátt i ađ útbreiđa ţćr, bćđi í Reykjavík og hér vestra, og eins hin opnu spil.
Gambítar voru áđur lítt ţekktir, og flest töfl voru Giuoco píano eđa lík töfl. Til skamms tíma held eg jafnvel skákbćkur mínar hafa veriđ ţćr einustu teljandi her á landi, auk ţeirra, er Landsbókasafhiđ átti, og sem vist hafa fáar veriđ.
Eg hefi smámsaman eignast Bilguer's Handbuch, 5. útg., P. Morphy's Games of Chess eftir Löwenthal, Tidsskrift for Skak 18951898, auk nokkurra kennslubóka danskra og sćnskra, er eg hefi gefiđ ýmsum yngri mönnum. Ţar ađ auki hefi eg haldiđ saman skákdálkinum úr National-Tidende i Kaupmannahöfn síđan í júní 1883.
Skákţrautir (Skakproblemer) held eg fáa sem enga Íslendinga hafa fengizt viđ ađ búa til, og ţykist viss um, ađ engar slíkar hafi birzt á prenti. Skákţrautir Fjallkonunnar (1888) held eg vera eptir útlendum blöđum.
Eigi er mér heldur kunnugt um, ađ neinn Íslendingur hafi fengizt viđ Blindspil annar en síra Stefán Thordersen, er einu sinni mér vitanlega tefldi án ţess ađ hafa fyrir sér skáktafl.
(Úr Í uppnámi, 2.tbl., 1. árg.)
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.