Ísafold, 15. desember árið 1900:
Taflfélag Reykjavíkur. Svo heitir nýjasta fél
agið hér í höfuðstaðnum eða annað nýjasta. Þau fæðast sem sé minnst 10 um árið.
Það var stofnað 6. október í haust, þetta félag, og eru frumkvöðlar þess og stofnendur þeir Sigurður Jónsson fangavörður, Sturla Jónsson kaupm. og Pétur Zophoníasson verzlunarm. Alls voru stofnendur þess um 30.
Fundir haldnir á hverju laugardagskveldi.
Var þegar allmikið fjör í félaginu, en þó glaðnaði það mikið er »Ceres« kom með stórmiklar gjafir handa því frá hinum alkunna Íslandsvin, prófessor W. Fiske í Flórenz.
Það voru bækur fyrir 200 ríkismörk, 8 taflborð með mönnum, tvenn verðlaun og 5£ (90 kr.) í peningum.
Hann er hinn mesti frömuður taflistar og hefir áður gefið hingað til lands mikið af töflum. Eru nú tvenn verðlaun heitið, önnur þeim, er býr til bezta taflraun, en hin fyrir bezt teflt tafl, og á hvorttveggja að birtast í »Deutsche Schachzeitung«.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.