Skák er skemmtileg
Skákin er ekki aðeins tómstundaiðja. Marga mikilvæga eðlisþætti mannhugans nýtilega í lífshlaupi hvers manns má vekja og efla með taflmennsku, svo að þeir séu undirbúnir hvenær sem á þarf að halda. Lífið sjálft er einskonar tafl.´
Benjamin Franklin (1706-1790) lét þessi orð falla, og hann vissi hvað hann söng.
Á þessari síðu er ausið úr brunni skáklistarinnar. Hér birtast sögubrot og fróðleikur úr heillandi heimi. Saga skáklistarinnar nær yfir meira en 1500 ár...