Heimsmeistarinn Alekhine boðar Íslandsferð: Morgunblaðið safnar peningum fyrir Skáksambandið!

faceb

Alekhine 1Morgunblaðið blés í herlúðra 5. maí 1931: Sjálfur Alexander Alekhine heimsmeistari í skák bauðst til að koma í heimsókn til Íslands. Morgunblaðið hvatti til fjársöfnunar, enda var þetta í fyrsta skipti sem ríkjandi heimsmeistari í nokkurri keppnisgrein kom til Íslands.

Frétt Morgunblaðsins 5.5.1931:

Skákmeistari heimsins Dr. Alexander Aljekhin hefir sent Skáksambandi Íslands tilboð um að koa hingað til lands fyrri hluta júnímánðar næstkomandi, og sýna hjer opinberlega, að minnsta kosti tvisvar sinnum, skáksnilli sína, annað hvort að tefla við fjölmarga í einu, tefla við fleiri menn sem eru í samráði um eina skák eða fleiri, eða að tefla samtímis 12 blindskákir í einu.

 

Stjórn Skáksambandsins hefir athugað þetta tilboð heimsmeistarans, og hefir tjáð Morgunblaðinu að hún teldi það ómetanlegt gagn íslenskri skáklist, ef mögulegt reyndist að sinna þessu tilboði heimsmeistarans

 

Því miður, segir sambandsstjórnin, eru fjárhagsörðugleikar því til fyrirstöðu að Sambandið geti tekið þess tilboði, sem hefir að minsta kosti tvö þúsund króna útgjöld í för með sjer fyrir Skáksambandið, nema f járhagsaðstoð komi frá velunnurum skáklistarinnar.

 

Morgunblaðið vill nú beina þeirri fyrirspurn til allra velunnara skáklistarinnar hjer á landi hvort þeir ekki telji það vansæmd að þurfa að hafna slíku kostaboði frá skákmeistara heimsins, af þeirri ástæðu einni, að það skorti aðeins tvö þúsund krónur til að standa straum af nauðsynlegum kostnaði við för meistarans hingað ntil lands.

 

Morgunbl. er þeirrar skoðunar að sjálfsagt sjeu allir hinir mörgu velunnarar skáklistarinnar hlaupi hjer undir bagga, og leggi fram þessa upphæð svo að málinu verði strax hrundið í framkvæmd.

 

Blaðð hefir þess vegna hafist handa til að safna þessari fjárhæð og vonar að lesendurnir verði fljótir til að leggja fram það, sem til vantar, og að sambandsstjórnin geti tekið þessu tilboði heimsmeistarans.

 

Morgunblaðið tekur fúslega við öllu því sem velunnarar skáklistarinnar viíja leggja fram í þessu skyni.

 

Skákmeistarinn tekur það fram í tilboði sínu, að hann hafi veitt sjerstaka athygli íslensku skákmönnunum sem fóru til Hamborgar í fyrrasumar, og að fulltrúinn frá Júgóslavíu sem var hjer á Alþingishátíðinni í fyrra, Majourawitsch ráðherra, hafi talað við sig um Ísland og Íslendlinga á þá leið, að sig langi mjög til að koma hingað til lands.

 

Morgunblaðið þykist þekkja Reykvíkinga svo vel, að þeir ekki láti þetta mál stranda á meiri upphæð en tvö þúsund krónur eru, þegar margir leggjast á eitt til að greiða hana.

 

Verið nú samtaka Reykvíkingar  — og fljótir nú — svo hægt verði að taka þessu tilbði heimsmeistarans."

Nánari fréttir verða sagðar af Íslandsferð Alekhines á næstu dögum! 


Einar Þorvaldsson Íslandsmeistari aftur: Erfiðismenn eru góðir í skák!

Reykjavík 1940Alþýðublaðið sagði okkur fréttir af skákmeistara Íslands árið 1940. Hann var Einar Þorvaldsson, sem einnig hafði unnið titilinn 12 árum fyrr. Erfiðismenn eru skákmeistarar, sagði málgagn alþýðunnar, í grein Óla Valdimarssonar:

SKÁKÞINGI ÍSLANDS fyrir árið 1940, er nýlega lokið. Þeir, sem fylgst hafa með þinginu frá upphafi, munu yfirleitt vera sammála um, að sjaldan hafi orðið eins hörð átök um efsta sætið og eínmitt á þessu móti.

Fjórir efstu mennirnir eru löngu landkunnir fyrir afrek sín á skákborðinu og mjög svipaðir að styrkleika, enda mátti lengi vel varla á milli sjá hver sigra mundi.

Í síðustu umferðum tókst Einari Þorvaldssyni, þó að ná forystunni, halda velli og þannig verða skákmeistari Íslands 1940. Kk ½

Sigur Einars á þessu móti er mjög glæsilegur. Af 8 skákum vann hann 5 og gerði þrjú jafntefli = 81,25%. Hann var sá eini, sem engri skák tapaði, allir hinir meistararnir urðu að láta sér það lynda að vera að velli lagðir.

Næstur varð Ásmundur Ásgeirsson með 6 vinninga. 3. Eggert Gilfer með 5½ vinning. 4. Árni Snævarr með 4½ vinning. 5. og 6. Sturla Pétursson og Hafsteinn Gíslason með 3 vinninga hvor. 7.—9. Áki Pétursson, Jóhann Snorrason og Sæmundur Ólafsson með 2½ vinning hver.

Núverandi skákmeistari Íslands, Einar Þorvaldsson, er öllum íslenzkum skákmörinum löngu kunnur. Hann var skákmeistari Íslands 1928. síðan hefir hann oft teflt á kappmótum með þeirri útkomu, sém hver meistari er fullsæmdur af.

Sem dæmi má nefna, að á Íslandsþingi 1935 og 1938 fær hann í bæði skipti önnur vérðlaun. Á haustmóti Taflfélags Reykjavíkur 1937 fékk hann önnur

verðlaun. Var skákmeistari Reykjavíkur 1938. Í úrslita- keppninni um Argentínuförina var hann no. 3 og nú árið 1940 Skákmeistari Íslands.

Hann hefir keppt fjórum sinnum sem fulltrúi Íslands á erlendum skákmótum. Í Hamborg 1930, Folkestone 1933, Munchen 1936 og Buenos Aires 1939. Heildarútkoma hans á þessum mótum mun vera kringum 50% — og má það teljast

ágæt frammistaða.

Þetta yfirlit gefur talsverða hugmynd um frammistöðu Einars frá því hann byrjaði að tefla opinberlega. Að vísu hefir hann ekki oft verið efstur, en minna má líka gagn gera.

Stíll hans og frammistaða hér heima og erlendis sýnir greinilega, að hann er tvímælalaust mjög sterkur skákmaður og erfiður viðureignar, sennilega einhver öruggasti meistarinn. Þess vegna, Einar Þorvaldsson: „Til hamingju með unninn sigurinn.“

Í raun og veru er það afar athyglisvert og einkennandi, að flestir beztu skákmenn landsins svo sem Einar Þorvaldsson, Ásmundur Ásgeirsson og Jón Guðmundsson eru allir handverksmenn og eiga ættir sínar að rekja til alþýðunnar.

Þetta mun vera mjög sjaldgæft víðast erlendis, eins og bezt má sjá af því, að á skákmótinu í Buenos Aires í sumar munu þeir þrír hafa verið þeir einu af hátt á annað hundrað keppendum, sem talist gætu til „hinnar vinnandi stéttar.“

Hafa nú þessir menn, sem vinna erfiðisvinnu, haft beztu aðstöðuna til að ná góðum árangri, sýna framtak sitt, vilja og þrek, eða aðrir af sama bergi

brotnir sem sýnt hafa dugnað sinn og afköst á öðrum vettvangi?

Þess vegna vaknar hjá mér sú spurning: — Hvaðan er kjarni íslenzku þjóðarinnar kominn? Er það ekki einmitt frá hinni vinnandi stétt — alþýðunni, fólkinu, sem framleiðir verðmætin og byggir landið?


Magnús skákmeistari Kanada: Íslendingar andlegir jafnokar hinna bestu manna!

Winnipeg 1887Heimskringla, blað Íslendinga í Kanada, hafði ánægjulegar fréttir að færa 13. apríl 1899. Íslenski hornleikaraflokkurinn tók á móti Magnúsi Magnússyni Smith, nýbökuðum skákmeistara Kanada:

Landi vor Magnús Smith, frá Winnipeg, hefir nú unnið taflþraut sína í Montreal og er nú viðurkendur besti taflmaður í Canada.

Magnús Smith kom hingað til bæjarins fyrir rúmlega hálfu ári síðan. Hafði hann áður verið nokkur ár vestur við Kyrrahaf, og æft þar manntafl. Var hann færastur allra taflmanna þar vestra.

Eftir að hafa sigrað hina bestu taflmenn í California, British Columbia og Norðvestur-héruðunum, tók hann til að þreyta við færustu menn í þeim tveimur taflfélögum sem eru hér í bænum.

En það kom brátt í ljós að það var enginn sá taflmaður í þessum tveimur félögum, er mætti við honum.

Magnus Magnusson SmithÞeir sem aður höfðu haldið þeim heiðri að vera viðurkendir taflkappar, urðu nú að lúta í lægra haldi fyrir þessum glöggskygna landa vorum og skal það sagt þeim til heiðurs, að þeir höfðu þeim mun meiri mætur á Magnúsi, sem hann lék þá ver í tafiþrautunum.

Svo kom það fyrir, að það var stofnað til almenns taflmannafundar í Montreal og skildi þar tefltum bikar einn mikinn og nafnbótina: Taflkappi Canada.

Taflfélögin hér gengust þá fyrir því að Magnús yrði sendur austur á þennan taflmanna fund. Íslendingar tóku að sjálfsögðu vel í þetta mál og Heimskringla og Lögberg urðu einu sinni sammála.

Var svo skotið saman dálitlum sjóð í þessu skyni, og Magnús sendur austur. Og þetta hefir nú haft þann árangur sem að framan er sagt, og er það Mr. Smith og oss Íslendingum öllum til hins mesta sóma.

Á taflfundi þessum í Montreal mættu margir menn. En 18 af þeim tefldu um taflkappaheiðurinn og skyldi hver þeirra tefla 12 skákar. Magnús fékk 9½ vinning, tapaði einni og gerði 3 jafntefli, en hvert jafntefli er talin hálfskák á hvora hlið.

Sá sem næstur honum stóð að leikslokum var að eins hálfa skák á eftir. Að unnum þessum sigri, rigndi að hr. Smith lukkuóskum úr öllum áttum, og þar á meðal frá taflfélögunum hér í Winnipeg.

Framkoma hans öll þar eystra heflr verið hin sómasamlegasta, og andstæðingar hans í taflrauninni láta mikið af honum og telja hann vel að þeim heiðri kominn sem hann hefur náð í þessari ferð.

Íslendingar og aðrir hér í bænum, sem lögðu fé til fararinnar, eiga þökk skilið fyrir þá framtakssemi. Þeir þurfa ekki að sjá eftir útlátunum, því Magnús hefir unnið þjóðflokki vorum til sóma, og sýnt og sannað það sem margir hérlendir menn hafa áður viðurkent, að Íslendingar eru, að því er snertir andlegt atgervi, fullkomnir jafnokar hinna bestu manna hér í landi, af hvaða þjóðflokki sem þeir eru.

Það er búist við að Magnús komi hingað til bæjarins að austan á morgun, og að íslenzki hornleikaraflokkurinn mæti honum á vagnstöðvunum hér.

Það er og talið sjálfsagt að taflfélögin hér og Íslendingar haldi honum samsæti einhverntíma innan skamms.

Alls varð Magnús Magnússon Smith þrisvar sinnum skákmeistari Kanada: 1899, 1904 og 1906.


Íslendingar stofna skákfélag í Winnipeg! Magnús Smith skákmeistari mætir

Magnús SmithHeimskringla 8. desember 1898:

Íslenzkir taflmenn ætla að halda fund með sér á Unity Hall fimtudagskvöldið 8. þ. m. kl. 8. Er hér með skorað á alla íslenzka taflmenn að mæta á fundi þessum.

Verður þar rætt um að nýja taflfélag meðal Íslendinga hér til þess að mæta síðan enskum taflmönnum í þessum bæ.

Þar verður staddur landi vor. Mr. Magnús Smith, sem frægur er orðinn fyrir taflkunnáttu sina.


Maðurinn sem sigraði besta skákmann heims og ritskoðaði Shakespare

Skákmenn 18. aldar...Einn er sá skákmeistari, sem hlotnaðist ódauðlegur sess í enskum orðabókum, og það á kostnað höfuðskálds enskrar tungu:

 Dr. Thomas Bowdler (1754-1825) tók sér fyrir hendur að ritskoða sjálfan Shakespeare, svo sómakærir lesendur hnytu ekki um klúryrði eða klám af nokkru tagi.

ShakespeareBowdler lét sér ekki nægja að skipta út einstökum orðum – blessunin hún Ófelía drukknaði þannig fyrir hreina slysni, svo Hamlet yrði ekki sakaður um að hrekja hana til sjálfsvígs.

Shakespaere fyrir fjölskyldunaShakespeare fyrir fjölskylduna, en svo nefndist útgáfa Bowdlers, naut mikilla vinsælda á 19. öld en fyrir tiltækið uppskar hann vafasaman sess í orðabókum: bowdlerize er notað um þá iðju að hreinsa og ritskoða annarra verk.

    

Bowdler hefði annars átt tryggan sess á spjöldum sögunnar fyrir magnaða skák sem hann tefldi gegn Henry Seymour Conway árið 1788, en þar bregður í fyrsta skipti fyrir tvöfaldri hróksfórn, sem telja má víst að veitt hafi Adolf Anderssen innblástur í skákinni ódauðlegu 1851.

Conway herforingi (1721-95)Skáklistin var ekki á mjög háu stigi á 18. öld. Franska tónskáldið Philidor bar höfuð og herðar yfir aðra meistara, og tefldi helst ekki án þess að gefa að minnsta kosti eitt peð í forgjöf.

Þá lék Philidor sér að því að tefla blindandi við andstæðinga sína, en það þótti magnaður galdur í þann tíð. Þeir Bowdler og Philidor mættust 8 sinnum, og er það til marks um styrk okkar vammlausa doktors að hann vann tvær skákir, tapaði þremur og gerði þrjú jafntefli.

Bowdler var læknir að mennt, af auðugum ættum, en helgaði sig baráttu fyrir úrbótum í fangelsismálum, auk þess auðvitað að bowdleriza Shakespeare.

Skák Bowdlers og Conways, tefld í London 1788. Skoðið eina möngnuðu skák allra tíma, sjá hér.


Ásmundur varð 6 sinnum Íslandsmeistari: Hugkvæmni, keppnisþrek og óbilandi jafnvægi

Ásmundur ÁsgeirssonÁsmundur Ásgeirsson var besti skákmaður Íslands 1931-1946.  Hann tefldi við tvo heimsmeistara, Lasker og Alekhine, og tapaði að vísu báðum skákunum, en Ásmundur varð sex sinnum Íslandsmeistari og var á  toppnum í fimmtán ár. Hann var kóngurinn þegar litli prinsinn Friðrik kom fram á sjónarsviðið.

Þegar Ásmundur lést, 2. nóvember 1986, skrifaði Baldur Möller um hann minningarorð í Morgunblaðið.  Baldur varð Íslandsmeistari þrisvar sinnum, afar slyngur skákmaður, og einstakur sómamaður í hvívetna. Ásmundar naut ekki langrar skólagöngu, segir Baldur, en hann var margfróður. Baldur skrifar:

Í dag er borinn til grafar Ásmundur Ásgeirsson, skákmeistari, en hann lézt í Reykjavík 2. þ.m., rúmlega áttræður að aldri. Ásmundur fæddist í Reykjavík 14. marz 1906, en foreldrar hans voru Ásgeir Ásmundsson, sjómaður og leiðsögumaður í Reykjavík, og Þórunn Þórsteinsdóttir. Ásmundur var tvíkvæntur og átti tvö börn í fyrra hjónabandi sínu, Ásu, f. 15. nóv. 1928, búsetta í Reykjavík, og Ásgeir, f. 2. júní 1938, mjólkurverk fræðing, búsettan í Svíþjóð.

Ásmundur naut ekki langrar skólagöngu, en aðstæður hans leyfðu það ekki. Hann hefur þó án efa verið mjög vel til náms fallinn, enda var hann t.d. að upplagi mjög góður stærðfræðingur og úr skólum var hann þó margfróður um ýmis efni, svo sem hæfileikar hans gáfu efni til.

Rúmlega tvítugur var Ásmundur orðinn einn bezti skákmaður Íslendinga og átti stóran þátt í þeirri grósku sem varð í íslenzku skáklífi á þriðja áratug aldarinnar, en varð skákmeistari Íslands í fyrsta sinn árið 1931, en skákmeistari Reykjavíkur 1930. Þessa titla vann hann á 15 ára tímabili alls átta sinnum og tefldi 5 sinnum í landsliði Íslands á Ólympíuskákmótum frá 1930 til 1939 og vann þar marga athyglisverða sigra.

Einkenni Ásmundar sem skákmanns voru ekki sízt hugkvæmni, keppnisþrek og óbilandi jafnvægi hans, en eðlisgáfur hans voru eflaust sú kjölfesta, sem allt þetta byggðist á.

Með þessum línum vil ég að leiðarlokum flytja honum þakkir fyrir samfylgdina á gróskuárum skáklistar „millistríðsáranna“, þótt engan gæti grunað þá hvað á eftir mundi fylgja. Ég minnist jafnframt hlýju hins eðliskurteisa heiðursmanns, sem hann ætíð var í íþrótt sinni. Fjölskyldu hans flyt ég samúðarkveðjur.


Stórbrotið afrek Ásmundar: Tefldi 8 blindskákir samtímis í klið og hávaða!

Austurvöllur 1932 Mynd Magnúsar ÓlafssonarMorgunblaðið hafði fréttir að flytja fyrsta dag marsmánaðar árið 1932. Ásmundur Ásgeirsson hafði gert sér lítið fyrir og teflt 8 blindskákir samtímis!

Ásmundur var þá rétt tæplega 26 ára – fæddur 14. mars 1906, og hafði orðið Íslandsmeistari í skák í fyrsta sinn árið 1931.

Alls hampaði Ásmundur Íslandsbikarnum 6 sinnum, og tefldi margsinnis fyrir Íslands hönd á Ólympíuskákmótum. Ásmundur var kóngurinn þegar barnungur Friðrik Ólafsson fór að láta sér kveða á fimmta áratug 20. aldar.

Ásmundur varð þannig Íslandsmeistari 3 ár í röð, 1944-46, en Friðrik varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn 1953. En hér er fréttin merkilega úr Morgunblaðinu 1932:

Ásmundur ÁsgeirssonÁ sunnudaginn tefldi Ásmundur Ásgeirsson skákmeistari 8 blindskákir samtímis við góða taflmenn úr 2. Flokki Taflfjelags Rvíkur.

Fór kappskákin fram í K. R. húsinu, en þau vandkvæði voru á, að Ásmundur varð lengi að vera frammi á gangi, innan um fjölda fólks, klið og alls konar hávaða, sem hlaut að trufla hann mjög og gera honum erfiðara fyrir.

En inni í herberginu, þar sem keppendur hans sátu við taflborðin, voru áhorfendur sem lögðu ráð á hvernig leika skyldi, og er sllíkt fyrirkomulag með öllu óhafandi.

Þegar slíkar kappskápir eru tefldar, á sá, sem keppir blint við alla að vera algerlega einangraður og í ró og næði, en áhorfendur mega ekki leggja neitt til málanna.

Keppendur ætti að vera út af fyrir sig, en aukataflborð vera til sýnis áhorfendum, þar sem þeir geta fylgst með öl'lum töflunum samtímis, án þess að rugla leikendur (eða hjálpa þeim) með athugasemdum og leiðbeiningum sínum.

En þegar þess er nú gætt hverja afstöðu Ásmundur hafði þarna, og hvað hann er lítt æfður í því að tefla margar blindskákir samtímis, eru úrslitin honum til heiðurs. Hann vann 5 skákir, gerði eina jafntefli, en tapaði tveimur.

Þeir, sem unnu hann voru Hersveinn Þorsteinsson og Kristján Silfuríusson.

Heimdallur.


Bestu skákmenn Íslands á 19. öld

Reykjavík um 1860Þorvaldur Jónsson (1837-1916) var trúlega besti skákmaður Íslands á 19. öld. Í hinu merka tímariti, Í uppnámi, bregður Þorvaldur merku ljósi á íslenskt skáklíf á þarsíðustu öld.

Hann var alinn upp í Reykjavík en var lengi læknir á Ísafirði.

Við grípum niður í grein Þorvaldar, þar sem hann fjallar einkum um skáklífið í Reykjavík.

Um árið 1850 fór eg að fást við skák, og kynntist eg helztu skákmönnum í Reykjavík þar til 1863, að eg fluttist hingað vestur.

Jón Guðmundsson (1807-1875) ritstjóri, þingmaður og skákmeistariÁ þessu tímabili ruddu hinar útlendu skákreglur sér til rúms hjá flestum, og skák var þá talsvert iðkuð i Reykjavík, bæði meðal eldri og yngri, einkum stúdenta og skólapilta í húsi föður mins, Jóns málaflutningsmanns Guðmundssonar, þar sem margir þeirra voru daglegir gestir.

Pétur Pétursson (1808-1891) biskup og skákmeistariBeztir skákmenn í þá tið voru taldir i Reykjavik þeir bræður Pétur biskup og Jón yfirdómari Péturssynir og consúl Smith. En beztur allra íslenzkra skákmanna var að minni reynzlu Stefán Thórdersen, sá er dó sem prestur i Vestmannaeyjum 1889.

Jón Pétursson (1912-1896) háyfirdómari, þingmaður og skákmeistariMjög lítið held eg hafi verið til af útlendum skákbókum í Reykjavík eða hér á landi um þessar mundir. Hinar nýrri skákreglur held eg hafi flutzt hingað smámsaman með íslenzkum stúdentum frá Kaupmannahöfn, og held eg mig hafa átt talsverðan þátt i að útbreiða þær, bæði í Reykjavík og hér vestra, og eins hin „opnu spil“.

Gambítar voru áður lítt þekktir, og flest töfl voru Giuoco píano eða lík töfl. Til skamms tíma held eg jafnvel skákbækur mínar hafa verið þær einustu teljandi her á landi, auk þeirra, er Landsbókasafhið átti, og sem vist hafa fáar verið.

Eg hefi smámsaman eignast Bilguer's Handbuch, 5. útg., P. Morphy's Games of Chess eftir Löwenthal, Tidsskrift for Skak 1895—1898, auk nokkurra kennslubóka danskra og sænskra, er eg hefi gefið ýmsum yngri mönnum. Þar að auki hefi eg haldið saman skákdálkinum úr National-Tidende i Kaupmannahöfn síðan í júní 1883.

Skákþrautir (Skakproblemer) held eg fáa sem enga Íslendinga hafa fengizt við að búa til, og þykist viss um, að engar slíkar hafi birzt á prenti. Skákþrautir Fjallkonunnar (1888) held eg vera eptir útlendum blöðum.

Stefán Thordersen (1829-1889) prestur, þingmaður og skákmeistariEigi er mér heldur kunnugt um, að neinn Íslendingur hafi fengizt við „Blindspil“ annar en síra Stefán Thordersen, er einu sinni mér vitanlega tefldi án þess að hafa fyrir sér skáktafl.

(Úr Í uppnámi, 2.tbl., 1. árg.)


Örlagarík skák: Þegar Ferdinand konungur lagði Ameríku undir

Ferdninad og ÍsabellaÞjóðólfur, 17. ágúst 1888: Skáktafl og fundur Ameríku.

Eptir munnmælasögu, sem gengur á Spáni, var það að þakka vinningi í skák, að Kolumbus fann Ameríku. Ferdinand konungur á Spáni var vanur að tefla á hverjum degi við einn vin sinn.

Kolumbus hafði lengi beðið um hjálp af konungi til landaleita, og hafði enn eigi orðið meir ágengt en að fá Ísabellu drottningu á sitt mál. Sá dagur var kominn, er Kolumbus skyldi fá fullnaðarsvar hjá konungi.

KolumbusÞegar drottningin heyrði, að Kolumbus væri kominn og biði svarsins, gerði hún nýja tilraun við konung, sem þá var sokkinn niður í tafl við vin sinn.

Hann tók það mjög óstinnt up, að vera ónáðaður við taflið og í reiði sinni jós hann skömmum og formælingum yfir sjómenn yfir höfuð og sérstaklega yfir Kolumbus.

,,Nú skal jeg gefa honum svar eptir því, hvernig taflið fer," sagði konungurinn. ,,Ef ég vinn, skal hann fá styrk til fararinnar."

Drottningin settist við hlið konungs og horfði á taflið með mikilli eptirtekt. Allt í einu hvíslar hún að konungi, að nú sé hægðarleikur fyrir hann að máta vin sinn.

Konungur íhugaði það, og sá, að hún hafði rjett fyrir sér. Hann vann  og Ameríka fannst.


Heimsfrægur skákmaður á Íslandi!

NapierÍsafold 20.9.1902. Hér kom með Vestu um daginn heimsfrægur skákmaður, amerískur, W.E. Napier, blaðamaður frá Pittsburg í Pennsylvaníu, aðeins 22 ára að aldri.

Hann hlaut verðlaun í sumar á allsherjarskákþingi í Monaco, og auk þess önnur (3. verðl.) á stóru skákþingi í Hannover í ágústmánuði.

Keppendur í Monte Carlo 1902Á því þingi gat bezti skákmaður á Norðurlöndum, cand. jur. Möller (danskur, ekki verið einu sinni í sama flokki, heldur neðar, og hlaut þar þó ekki nema 3. verðlaun.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband